SUCCESS verkefnið er styrkt af H2020 rannsóknaráætluninni og er hluti af “Blue Growth Strategy”, sem skilgreind er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem “langtíma stefna til að styðja sjálfbæran vöxt í sjávartengdri starfsemi í heild” (COM (2014) 254/2)
SUCCESS fjallar sérstaklega um viðfang BG-10- 2014: Styrking efnahagslegrar sjálfbærni og samkeppnishæfni evrópsks sjávarútvegs- og fiskeldis til að fullnýta möguleika á mörkuðum sjávarafurða.
Þátttakendur SUCCESS verkefnisins eru leiðandi rannsóknarhópar í Evrópu ásamt umtalsverðri samvinnu og framlagi frá hagsmunaaðilum sem koma frá Íslandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Þýskalandi, Finlandi, Póllandi, Ítalíu, Grikklandi og Tyrklandi. Verkefnið miðar að því að hafa áhrif á stöðu mála, með þekkingu og niðurstöðum sem nýtast fyrir framleiðslugeirann og hagsmunaðilum í virðiskeðjunni. SUCCESS verkefnið mun veita dýpri og betri skilning á evrópsku virðiskeðjunni og skila niðurstöðum, ráðleggingum og tillögum um tækifæri til breytinga sem miða að því að ná betri árangri, samkeppnishæfni og sjálfbærni.
Íslenskir þátttakendur verkefnisins eru: MarkMar, Hagfræðistofnun HÍ og Iceland Seafood International
ASCS rannsóknarhópur HÍ tekur þátt í verkefninu með MarkMar
Nánari upplýsingar https://cordis.europa.eu/project/id/635188