Gyða Mjöll í úrslit til Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

CO2 fótsporNýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Undanfarin ár hafa 4-6 verkefni verið tilnefnd til verðlaunanna og hlotið sérstaka viðurkenningu, en aðeins eitt verkefni hlotið sjálf forsetaverðlaunin.

Í ár er búið að tilnefna verkefni til verðlaunanna, sem afhent verða í mars 2011. Ein þessara tilnefninga er verkefni Gyðu Mjallar Ingólfsdóttur en hún vann að verkefni sínu “Hagnýting umhverfisgilda fyrir sjávarafurðir” í samstarfi með ASCS og verkfræðistofunni Eflu.

Markmið verkefnisins var að reikna með aðferðafræði vistferilsgreiningar (e. Life Cycle Assessment) kolefnisspor fyrir flutningaferil kældra sjávarafurða frá Íslandi á markað í Evrópu. Flutningar með skipi og flugvél voru skoðaðir og bornir saman. Einnig var framkvæmd skoðanakönnun um umhverfisvitund hagsmunaaðila í sjávarútvegi.

Skýrslan er aðgengileg hér.