Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Undanfarin ár hafa 4-6 verkefni verið tilnefnd til verðlaunanna og hlotið sérstaka viðurkenningu, en aðeins eitt verkefni hlotið sjálf forsetaverðlaunin.
Í ár er búið að tilnefna verkefni til verðlaunanna, sem afhent verða í mars 2011. Ein þessara tilnefninga er verkefni Gyðu Mjallar Ingólfsdóttur en hún vann að verkefni sínu “Hagnýting umhverfisgilda fyrir sjávarafurðir” í samstarfi með ASCS og verkfræðistofunni Eflu.
Markmið verkefnisins var að reikna með aðferðafræði vistferilsgreiningar (e. Life Cycle Assessment) kolefnisspor fyrir flutningaferil kældra sjávarafurða frá Íslandi á markað í Evrópu. Flutningar með skipi og flugvél voru skoðaðir og bornir saman. Einnig var framkvæmd skoðanakönnun um umhverfisvitund hagsmunaaðila í sjávarútvegi.
Skýrslan er aðgengileg hér.