AQFood norrrænt meistaranám – kynning hjá DTU

Norræna meistaranáminu AQFood Aquatic Food Production – Quality and Safety sem er samstarf 5 norrænna háskóla  var formlega ýtt úr vör með kynningu og móttöku hjá DTU í desember 2011 og fjallað var um viðburðinn í Eurofish tímaritinu.  AQFood  er þverfræðilegt masters nám um virðiskeðju eldis og sjávarafurða fyrir nemendur með BS raunvísinda eða verkfræði grunn og lögð er áhersla á samstarf nemenda við fyrirtæki úr sjávarútvegi og tengdum greinum.

Námið er vistað undir Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild  hjá HÍ og er samsarf DTU í Danmörku, UMB í Ási í Noregi, NTNU í Þrándheimi í Noregi, SLU í Uppsölum í Svíþjóð ásamt  Háskóla Íslands. Nemendur munu útskrifast með tvöfalda masters gráðu frá tveimur af samstarfsskólunum.

Í boði eru 3 námsleiðir : i) Frumframleiðsla, veiðar og eldi;  ii) Náttúrulegar auðlindir;  iii) Iðnaðarframleiðsla

Norræna ráðherranefndin veitti styrk til að koma á fót samstarfi háskólanna.  Námið mun hefjast  haustið 2012, en frestur fyrir nemendur til að sækja um var 15. febrúar.   Næst verður opið fyrir umsóknir fyrir haustið 2013.