ASCS hópurinn ásamt samstarfsaðilum fékk nýlega styrk frá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni í verkefnið InTerAct (Industry Acedemia Interaction in the Marine Sector) til að vinna að tengingu háskólanáms við virðiskeðju sjávar – og eldisafurða. Verkefnið var kynnt ásamt 15 öðrum verkefnum í Nordic Marine Innovation áætluninni í Oslo í lok janúar.