Vísir í Grindavík veitir verðlaun til nemenda í samkeppni um raunhæfa tillögu að sjálfbærri þróun í sjávarútvegi

Nemendaverkefni við Umhverfis og auðlindafræði  á haustönn 2012 er skemmtilegt dæmi um samstarf háskóla og fyrirtækis í sjávarútvegi, en InTerAct verkefnið hjá ASCS var hvatinn að því að beina athygli nemenda að þessu sinni að sjávartengdri starfsemi. Verkefninu var stillt upp sem keppni á milli nemendahópa og fólst  í því að útfæra fullyrðingu um sjálfbærni, skilgreina sértæk markmið og setja fram mælanleg viðmið sem fyrtækið Vísir gæti nýtt sér til að fylgjast með  þróun og breytingum í átt að sjálfbærni.

Tillagan sem varð hlutskörpust og hlaut verðlaun samræmdi vel hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun.  Sjá nánar frétt á vef Vísis

Frá verðlaunaafhendingu um bestu tillöguna um sjálfbæra þróun fyrirtækis. Erla Ósk frá Vísi í Grindavík (lengst t.v.) og hluti hópsins sem átti verðlaunatillöguna en þau voru Anna Margrét Kornelíusdóttir, David Cook, Hugrún Geirsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Nína María Saviolidis, Simon Wahome Warui, Valérie Marie M. Decat

Nánari upplýsingar veita eftirfarandi:

Brynhildur Davíðsdóttir, bdavids@hi.is  Umhverfis og auðlindafræði, VON, HÍ

Guðrún Ólafsdóttir,  go@hi.is Rannsóknarhópur í hagnýtum vöruferlum, VON, HÍ