Nemendaverkefni við Umhverfis og auðlindafræði á haustönn 2012 er skemmtilegt dæmi um samstarf háskóla og fyrirtækis í sjávarútvegi, en InTerAct verkefnið hjá ASCS var hvatinn að því að beina athygli nemenda að þessu sinni að sjávartengdri starfsemi. Verkefninu var stillt upp sem keppni á milli nemendahópa og fólst í því að útfæra fullyrðingu um sjálfbærni, skilgreina sértæk markmið og setja fram mælanleg viðmið sem fyrtækið Vísir gæti nýtt sér til að fylgjast með þróun og breytingum í átt að sjálfbærni.
Tillagan sem varð hlutskörpust og hlaut verðlaun samræmdi vel hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun. Sjá nánar frétt á vef Vísis

Nánari upplýsingar veita eftirfarandi:
Brynhildur Davíðsdóttir, bdavids@hi.is Umhverfis og auðlindafræði, VON, HÍ
Guðrún Ólafsdóttir, go@hi.is Rannsóknarhópur í hagnýtum vöruferlum, VON, HÍ