Tómas Hafliðason doktorsnemi í iðnaðarverkfræði fékk viðurkenningu Logistic Research Network Conference 2012 Best Poster fyrir veggspjald sitt “Real time information on fish products during transportation” á fagráðstefnu The Chartered Institute of Logistics and Transport í Bretlandi. Verkefni Tómasar er unnið í samstarfi við Rannsóknarhóp í hagnýtum vöruferlum (ASCS) og fjallar um miðlun upplýsinga og rekjanleika í virðiskeðju matvæla. Rannsóknirnar voru hluti af Evrópuverkefninu Chill-On, en Tómas sá um innleiðingu á upplýsingakerfi um rekjanleika ásamt skynjaratækni til að meta hitastig og staðsetningu við flutninga á laxi frá Noregi til Frakklands, þorski frá Íslandi til Frakklands og kjúklingum í dreifikeðju í Þýskalandi.