Árleg ráðstefna EAS Aquaculture Europe 2014 var haldin í Donastia – San Sebastian á Spáni dagana 14- 17 október. SENSE verkefnið var þar kynnt bæði sem veggspjald og erindi, sem Guðrún Ólafsdóttur frá ASCS hópnum við HÍ stóð að ásamt AZTI á Spáni og DTU í Danmörku, en einnig tekur EFLA verkfræðistofa ásamt Fjarðalaxi þátt í verkefninu.
Fiskeldi er ört vaxandi í heiminum í dag og mikil áhersla er á sjálbærni. Mat á umhverfisáhrifum með vistferilgreiningum er sífellt að verða algengara. Evrópusambandið hefur mælt með samræmdum aðferðum þar sem horft er til heildar lífsferils vöru, en SENSE hugbúnaðurinn auðveldar einmitt fyrirtækjum að framkvæma sjálf slíkt umhverfismat. Kynningin á verkefninu fékk góðar undirtektir ráðstefnugesta sjá veggspjald.