ASCS og Evrópuverkefnið SENSE

ASCS hópurinn tekur þátt í Evrópuverkefninu Harmonised Environmental Sustainability in the European Food and Drink Chain ásamt 23 samstarfsaðilum frá háskólum, rannsóknastofnunum, ráðgjafafyrirtækjum, matvælaframleiðslufyrirtækjum og hagsmunasamtökum.

Hlutverk ASCS er að koma að þróun á  hugbúnaði og samræmdri aðferðafræði byggð á vistferilgreiningum til að meta  umhverfisáhrif matvæla og stýra vinnupakka um innleiðingu á afurðum verkefnisins hjá fyrirtækjum í virðiskeðju matvæla.

Í verkefninu verða metin umhverfisáhrif mismunandi matvælaframleiðslukeðja, allt frá fóðri fyrir eldi í Noregi og flutning á ferskum laxi til frekari vinnslu í Frakklandi, fóðrun á búfé, kjöt og mjólkurframleiðsla í Rúmeníu, auk þess sem umhverfisáhrif ræktunar á appelsínum á Suður Spáni og framleiðslu á djús til dreifingar í austur Evrópu verða skoðuð. Þó megináhersla verði á umhverfisþætti er einnig markmiðið að meta hagræna og félagslega þætti sjálfbærrar framleiðslu.

Verkefnið er til þriggja ára og fyrsti fundurinn var haldinn dagana 22. – 23. febrúar hjá AZTI stofnuninni á Spáni.  Íslenskir þátttakendur auk Háskóla Íslands er EFLA verkfræðistofa.

þátttakendur SENSE á upphafsfundinum hjá AZTI í Bilbao