ASCS er þátttakandi í Evrópuverkefninu Chill-on, en verkefnið er stórt samstarfsverkefni á vettvangi Evrópusamabandsins. Hlutur ASCS innan verkefnisins er meðal annars að sjá um vettvangsprófanir. Fyrstu slíku prófanir munu fara fram á Íslandi frá 20. Nóvember til 1. Desember.
Til Íslands munu koma vísindamenn frá 7 löndum og starfa undir stjórn ASCS við framkvæmd vettvangsprófananna.
Að þessu sinni verða vettvangsprófanirnar á hálfu raunverulegar eins og gengur og gerist í raunlegri framleiðslu en að hluta verður reynt að líka eftir raunaðstæðum. Gert er ráð fyrir að fiskur verður veiddur út af Reykjanesi, hann verði verkaður í Kópavogi og svo fluttur út af Eimskip. Í þessum hluta prófananna verður hefðbundnum vinnsluaðferðum beitt. Í fyrri prófunum hefur fiskurinn verið sendur til Frakklands, en að þessu sinni verður þetta eins raunverulegt og hægt er. Gámur sem inniheldur vöruna og búnaðinn verður settur í land í Vestmanneyjum, þar verður gámurinn geymdur jafnlengi og það hefði tekið að sigla til Immingham. Síðan verður farið með fiskinn í Herjólf og til baka til Reykjavíkur. Þar mun fiskurinn vera sendur til Matís þar sem gæði fisksins verða mælda og borin saman við þau líkön sem gerð hafa verið í verkefninu um gæðamat á fisk.
Á Íslandi eru þátttakendur bæði Matís og fiskútflytjendurnir Opale Seafood. Eimskip hefur auk þess veitt dygga aðstoð án þess að vera hluti af verkefninu.
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.