
Miðvikudaginn 29. desember síðastliðinn stóð ASCS fyrir kynningarfund um niðurstöður CHILL-ON Evrópuverkefnisins og framtíðarsýn ASCS rannsóknarhópsins við Verkfræði og raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Fundurinn var mjög vel sóttur en rúmlega 30 manns mættu á fundinn en hann var haldinn í Víkinni í Sjómannasafni Reykjavíkur.

Á fundinum voru helstu niðurstöður verkefnisins Chill-on kynntar en ASCS tók þátt í verkefninu fyrir hönd Háskóla Íslands. Sigurður Bogason, fjallaði um mikilvægi Evrópusamstarfs og CHILL-ON verkefnið, Tómas Hafliðason um Vettvangsrannsóknir í CHILL-ON, Erlingur Brynjólfsson þátttöku Controlant í CHILL-ON verkefninu og Ferilvöktunarverkefni styrktu af Rannís, Guðrún Ólafsdóttir Greining á þörfum iðnaðar – Rýnihópar og Brussel Seafood könnun, Gyða M. Ingólfsdóttir fjallaði um Hagnýtingu umhverfisgilda fyrir sjávarafurðir – kolefnis fótspor.
Að lokninni framsögu fór fram umræða um framtíðarsýn um samstarf í rannsóknum og námsleiðir tengdar sjávarútvegi. Í umræðum kom þar fram að auka þurfti áherslu í námi á tenginu við sjávarútveg og að sjávarútvegsfyrirtæki þyrftu á móti að auka aðgengi nemenda að greinninni. Jafnframt var talað um mikilvægi menntunar í sjávarútvegi, þessari undirstöðustóriðju á Íslandi.