Category: AQFood

  • Royal Greenland and AQFood MSc program at the InTerAct Symposium

    At the final InTerAct Symposium held at DTU on January31 2014, an Introduction to the InTerAct Project  and the main result were presented.  This included analysis of the need for education in the aquatic food value chain, an overview of the Diversity in the Nordic Seafood Industry and different views on What is the Image of the Seafood Industry in the Nordic countries? The analysis is based on interviews and surveys to capture the external and internal image of the seafood industry as viewed by stakeholders, students and the general public.

    There is a need to motivate students to  focus on innovation in the seafood sector. For this reason  A New Story – AQFood Identity and Image Film was developed in the InTerAct project to motivate students to enroll in the AQFood MSc education and Bridging the gap between industry and academia. Royal Greenland has initiated a collaboration with  AQFood and participated in the symposium to present Jobs opportunities in the Aquatic Food Sector

    AQFood students and teachers, the InTerAct project participants and Simon Jarding from Royal Greenland
  • Enhancing the Innovation Capacity of Seafood Business – The Role of Higher Education ?

    The InTerAct consortium invites Students, Industries and Academia to participate in a symposium on 31st January 2014 at DTU Technical University of Denmark,  Meeting Center B101, S01, 10h-13h

    Invitation and Agenda: InTerAct Symposium, January31 2014 – Agenda

    Results from surveys revealed how the seafood sector is perceived differently by the general public in the Nordic countries and Canada. Student surveys indicated that they were interested  in topics related to sustainability, innovation and healthy food.

    The internal image of the industry was described as dynamic and innovative while the perception of the external image was diverse.  The sector offers good job opportunities, however, the interaction between Industry and Academia needs to be enhanced to ensure that qualified young graduates will look for future career in the aquatic food sector.

    Based on the overall findings from the project, the image of the seafood sector was reshaped and this is presented in the new AQFood image video and a series of interview videos describing job opportunities and what is unique about the AQFood master program.  The vision is that this image will  influence students´choices when selecting higher level education and ultimately this will boost the innovation capacity of the aquatic food businesses.

    Find out more about the results by attending the symposium.

    Free registration: carba@food.dtu.dk

    The Nordic Innovation funded the project InTerAct  – Industry Academia Interaction in the Marine Sector which was aimed at establishing interaction between the marine sector and universities to address the higher educational needs of the seafood business to promote innovation.

    InTerAct Symposium January31 2014- First Announcement

    Further information about the InTerAct project: go@hi.is

  • InTerAct Newsletter 2nd Issue January 2013

    The international Aquatic Food Production – Quality and Safety – AQFood master programme  was launched in September 2012.  This second issue of the InTerAct newsletter is dedicated to interaction with students in the first semester, development of web courses for the aquatic food industries and collaboration with the Nordic Innovation Marine Marketing Program, AQUATNET and the Icelandic Ocean Cluster Read more: InTerAct Newsletter 2nd issue January 2013

  • Vísir í Grindavík veitir verðlaun til nemenda í samkeppni um raunhæfa tillögu að sjálfbærri þróun í sjávarútvegi

    Nemendaverkefni við Umhverfis og auðlindafræði  á haustönn 2012 er skemmtilegt dæmi um samstarf háskóla og fyrirtækis í sjávarútvegi, en InTerAct verkefnið hjá ASCS var hvatinn að því að beina athygli nemenda að þessu sinni að sjávartengdri starfsemi. Verkefninu var stillt upp sem keppni á milli nemendahópa og fólst  í því að útfæra fullyrðingu um sjálfbærni, skilgreina sértæk markmið og setja fram mælanleg viðmið sem fyrtækið Vísir gæti nýtt sér til að fylgjast með  þróun og breytingum í átt að sjálfbærni.

    Tillagan sem varð hlutskörpust og hlaut verðlaun samræmdi vel hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun.  Sjá nánar frétt á vef Vísis

    Frá verðlaunaafhendingu um bestu tillöguna um sjálfbæra þróun fyrirtækis. Erla Ósk frá Vísi í Grindavík (lengst t.v.) og hluti hópsins sem átti verðlaunatillöguna en þau voru Anna Margrét Kornelíusdóttir, David Cook, Hugrún Geirsdóttir, Hólmfríður Þorsteinsdóttir, Kjartan Guðmundsson, Nína María Saviolidis, Simon Wahome Warui, Valérie Marie M. Decat

    Nánari upplýsingar veita eftirfarandi:

    Brynhildur Davíðsdóttir, bdavids@hi.is  Umhverfis og auðlindafræði, VON, HÍ

    Guðrún Ólafsdóttir,  go@hi.is Rannsóknarhópur í hagnýtum vöruferlum, VON, HÍ

     

  • Samstarf í kennslu um vörustjórnun og sjálfbæra þróun í virðiskeðju sjávar og eldisafurða

    Hvatinn að því að beina athygli nemenda í Umhverfis og auðlindafræði að fyrirtæki í fiskiðnaði á haustönn 2012 er verkefnið InTerAct sem er stutt af Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni og miðar að því að efla samstarf háskóla við fyrirtæki á sviði sjávartengdrar starfsemi og bæta ímynd greinarinnar sem áhugverður starfsvettvangur fyrir ungt menntað fólk.

    InTerAct verkefnið styður við þróun á   AQFood (www.aqfood.org) nýju norrænu meistaranámi, en framlag HÍ í kjarna námsins á haustmisseri er fjarkennsla um „Stjórnun virðiskeðju eldis og sjávarafurða, umhverfi og auðlindir“. Farin var sú leið að nýta fyrirlestra frá HÍ sem féllu að náminu, en það voru námskeiðin Þættir í umhverfis og auðlindafræði sem Brynhildur Davíðsdóttir kennir og Vörustjórnun 2, sem Gunnar Stefánsson við IVT kennir, en bæði námskeiðin eru kennd á ensku. Fyrirlestrar á haustmisseri 2012 voru teknir upp í kennslustundum með nemendum við HÍ með Adobe Connect fjarfundakennslubúnaði og námsefninu var síðan miðlað til nemenda við UMB og DTU í gegnum Fronter kennsluvef UMB.  Fjarnemum var boðið uppá vikulega fundi með tengiliðum námskeiðsins á haustönn og verkefni voru lögð fyrir á sama hátt og við HÍ.

    Lögð var áhersla á að verkefni námskeiðsins fjölluðu um vandamál og úrlausnir fyrir fyrirtæki í fiskiðnaði eða fiskeldi.  Nemendur við DTU og UMB unnu að  hópaverkefnum eins og nemendur á Íslandi þar sem þau settu fram tillögur að markmiðum um sjálfbæra þróun fyrir eldisfyrirtæki í Danmörku og eldisstöð hjá UMB í Noregi. Kynningar á hópverkefnum nemenda fóru síðan fram á fjarfundi með leiðbeinendum frá DTU, UMB og Háskóla Íslands.

    Christos Dimitriou frá Grikklandi nemandi í AQFood náminu og Michaela Rustemeyer frá Þýskalandi skiptinemi við DTU að kynna verkefnið sitt um sjálfbæra þróun fyrir fiskeldisfyrirtæki í Danmörku

    AQFood er vistað hjá Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ, en áhersla er á umhverfis og auðlindafræði og tengingu við matvælafræði til að efla þverfræðilegan grunn virðiskeðjunnar og tryggja öryggi og gæði eldis- og sjávarafurða. Nemendur dvelja eitt ár í senn við mismunandi skóla og útskrifast með tvöfalda meistaragráðu frá viðkomandi norrænum háskólum (HÍ, DTU, NTNU, UMB og SLU).

    Nánari upplýsingar veita eftirfarandi:

    Guðrún Ólafsdóttir,  go@hi.is Rannsóknarhópur í hagnýtum vöruferlum, VON, HÍ  www.ascs.is

    Brynhildur Davíðsdóttir, bdavids@hi.is  Umhverfis og auðlindafræði, VON, HÍ

    Gunnar Stefánsson, gunste@hi.is  Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræði, VON, HÍ

  • InTerAct norrænt verkefni um samstarf iðnaðar og háskóla

    ASCS hópurinn ásamt samstarfsaðilum fékk nýlega styrk frá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni í verkefnið InTerAct (Industry Acedemia Interaction in the Marine Sector) til að vinna að tengingu háskólanáms við virðiskeðju sjávar – og eldisafurða.  Verkefnið var kynnt ásamt 15 öðrum verkefnum í Nordic Marine Innovation áætluninni í Oslo í lok janúar.

  • AQFood norrrænt meistaranám – kynning hjá DTU

    Norræna meistaranáminu AQFood Aquatic Food Production – Quality and Safety sem er samstarf 5 norrænna háskóla  var formlega ýtt úr vör með kynningu og móttöku hjá DTU í desember 2011 og fjallað var um viðburðinn í Eurofish tímaritinu.  AQFood  er þverfræðilegt masters nám um virðiskeðju eldis og sjávarafurða fyrir nemendur með BS raunvísinda eða verkfræði grunn og lögð er áhersla á samstarf nemenda við fyrirtæki úr sjávarútvegi og tengdum greinum.

    Námið er vistað undir Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild  hjá HÍ og er samsarf DTU í Danmörku, UMB í Ási í Noregi, NTNU í Þrándheimi í Noregi, SLU í Uppsölum í Svíþjóð ásamt  Háskóla Íslands. Nemendur munu útskrifast með tvöfalda masters gráðu frá tveimur af samstarfsskólunum.

    Í boði eru 3 námsleiðir : i) Frumframleiðsla, veiðar og eldi;  ii) Náttúrulegar auðlindir;  iii) Iðnaðarframleiðsla

    Norræna ráðherranefndin veitti styrk til að koma á fót samstarfi háskólanna.  Námið mun hefjast  haustið 2012, en frestur fyrir nemendur til að sækja um var 15. febrúar.   Næst verður opið fyrir umsóknir fyrir haustið 2013.