Rannsóknarhópur um hagnýta vöruferla (ASCS: Applied Supply Chain Systems Research Group) er sjálfstætt starfandi rannsóknarhópur sem starfar innan Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræði við Verkfræði- og náttúrvísindasviðs Háskóla Íslands.
- Áhersla er lögð á hagnýtar rannsóknir um stjórnun og upplýsingamiðlun í virðiskeðju viðkvæmra afurða eins og matvæla þar sem markmiðið er að stuðla að sjálfbærni, aukinni hagkvæmni og bæta nýtingu, gæði, öryggi, rekjanleika og gagnsæi í keðjunni með öryggi neytenda að leiðarljósi.
- Rannsóknarverkefni hópsins hafa þverfræðilega nálgun þar sem matvælafræði og raunvísindi tengjast verkfræðigreinum og félagsvísindum.
- Lykil rannsóknarsvið miða að lausnum sem auka sjálfbærni framleiðslu, minnka sóun á hráefnum og vörum, bæta orkunýtingu og stuðla að umhverfisvænni framleiðslu, sjálfbærni og hollum matvælum.
- Þarfagreiningar og rannsóknir um viðhorf eru byggðar á rýnihópum og spurningakönnunum með aðferðafræði félagsvísinda.
- Leitast er við að auka skilning á helstu hindrunum sem standa í vegi fyrir nýsköpun og umbreytingum í átt að meiri sjálfbærni og hvötunum sem auka möguleika á nýsköpun og framþróun nýrrar tækni.
ASCS er með starfsstöð í Tæknigarði, 2. hæð, 105 Reykjavík.