Í verkefninu var þróuð alhliða lausn á áreiðanlegri og sjálfvirkri ferlivöktun matvæla við flutning og geymslu. Einnig var þróað þjónustulíkan fyrir sölu á ferilvöktunarþjónustu með kerfinu. Íslenskir fiskútflytjendur kalla eftir þjónustu sem gerir þeim kleift að fylgjast með kælingu vörunnar og öðrum þáttum á meðan flutningi stendur. Reglulega verður mikið tjón af völdum óhappa í kælikeðju við flutninga. Óáreiðanleiki í kæliflutningum takmarkar verulega samkeppnisaðstöðu Íslendinga með ferskan fisk á Evrópumarkaði, en með tilkomu öflugs ferilvöktunarkerfis munu möguleikar á útflutningi á ferskum fiski til Evrópu með sjóflutningum aukast til muna. Kerfið byggir á íslensku hugviti og notast við þráðlausa mælitækni sem þróuð hefur verið frá grunni af sprotafyrirtækinu Controlant. Miklar prófanir fóru fram í samstarfi við evrópsk matvælafyrirtæki þar sem lausnir Controlant voru notaðar í Chill-On verkefninu. Í því verkefni reyndist nauðsynlegt að leita út fyrir hóp þátttakanda verkefnisins að lausn sem hentaði og uppfyllti þær kröfur sem iðnaðinn setur. Því leitaði verkefnið eftir samstarfi við Controlant. Í tengslum við Chill-On verkefnið hefur búnaðurinn farið í gegnum stífar prófanir í löngum og flóknum flutningskeðjum milli landa Evrópu, bæði í skipa og bílaflutningum. Þátttakendur í verkefninu voru almennt á sama máli um ágæti búnaðarins.
Samstarfsaðilar: Controlant verkefnisstjóri, MarkMar og Háskóli Íslands
Funded by: RANNÍS Tækniþróunarsjóður RAN090303-0157